Nýja Ísland andvana fætt

Fyrir rúmum fjórum árum síðan stóð ég á Austurvelli og barði gat á trommuna mína sem ég hafði barið án afláts í nokkra daga..Ég hætti ekki fyrr en að hersing lögreglumanna stormaði út úr Alþingishúsinu og inn á miðjan Austurvöll til að skjóta táragasi yfir hóp fólks sem hafði ekki minnstan grun um þær riskingar sem áttu sér stað hinum meginn við löggjafarsamkunduna..Ekki það að ég hafi hætt að berja trommuna út af táragasinu sem ég hljóp undan..Ég hefði haldið áfram..Ríkisstjórnin bara sagði af sér..

Það var nefnilega ein af kröfunum á þeim tíma..hinar voru Seðlabankastjórann burt og ný stjórnarskrá...Við ætluðum nefnilega að stofna NÝTT ÍSLAND!!

Framsóknarflokkurinn varði minnihlutastjórn Samfylkingar og VG gegn því að minnihlutastjórnin uppfyllti það sem kom fram í eftirfarandi tilkynningu :

"Strax verði ráðist í aðgerðir til að koma til móts við skuldsett heimili í landinu og bæta rekstrarskilyrði íslensks atvinnulífs. Í því felist meðal annars að mörkuð verði stefna í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Jafnframt verði komið á stjórnlagaþingi sem semji nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins"

Það er því ekkert skrýtið að maður hafi verið bjartsýnn í ársbyrjun 2009..

En fólk man það sem það vill muna..

Vorið 2009 reyndu Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og VG að koma í geng breytingum á Stjórnarskrá...Breytingarnar voru eftirfarandi:

1. Auðlindarákvæði

2, Breytingar á Stjórnarskrá það sem 25% þeirra á kjörskrá þurfti til að staðfesta breytingu

3. Þjóðaratkvæðisgreiðslur með sama hlutfall fylgjandi og að ofan.

4. Skipun Stjórnlagaþings..

Vorið 2009  urðu þessar tillögur að engu enda lögðust Sjálfstæðismenn í marathon málþóf sem þeir fengu að stunda allt fram að kosningum..

Engu að síður var maður bjartsýnn eftir kosningarnar 2009 að komið væri til valda fólk sem myndi standa undir þeim væntingum að þora að breyta því sem þurfti að breyta. Í kjölfarið kom svo Þjóðfundur, Stjórnlagaráð og loks þjóðaratkvæðagreiðsla um niðurstöðu þeirrar vinnu. 

Nýja Ísland var teymt áfram á asnaeyrunum.

Svo komum við að sirkusnum sem er búinn að vera í gangi við Austurvöll undanfarnar vikur..

Samningaviðræður í lokuðum herbergjum um það hvernig eigi að koma í veg fyrir margra vikna málþóf flokka sem draga eigið Auðlindarákvæði beint upp úr skýrslu Davíðs og Halldórs frá 2000, auðlindarákvæði með óbeinum eignarrétti sem LÍÚ vill fyrir alla muni skjalfesta..

Ríkisstjórnin virðist að meira að segja hafa meiri áhyggjur af því að skapa slæmt fordæmi með því að takmarka ræðutíma minnihlutans á Alþingi heldur en að hundsa þjóðaratkvæðagreiðslu sem hún sjálf boðaði til...Í lýðræðissamfélagi kallast hundsun þjóðaratkvæðis, valdarán..

Hvar erum við svo  í dag?

1. Ekkert Auðlindaákvæði

2. Breyting á stjórnarskrá þar sem þarf 2/3 þingmenn og 40% stuðning kosningabærra manna.

3.Engar þjóðaratkvæðagreiðslur.

Ég horfði á atkvæðagreiðlsuna í kvöld og ég uppgötvaði þar sem ég sat með tárin í augunum eftir að niðurstaða var fengin, að ég er tíu sinnum svekktari árið 2013 en ég var bjartsýn árið 2009.

Þetta var verra en ekkert..

 

 

 

 


mbl.is Breyting á stjórnarskrá samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Mútur? Var það ekki eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar sem tók við meintum "þýðingastyrk" upp á 100 milljónir frá Huang Nubo á sínum tíma? Gæti einhver hafa boðið í einhvern?

Barspy (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 03:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Thelma Birna Róbertsdóttir

Höfundur

Thelma Birna Róbertsdóttir
Thelma Birna Róbertsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband