Framsókn og LÍÚ í sömu sæng...ennþá..

Já..flokkurinn sem forðum daga var uppnefndur Framasóknarflokkurinn felldi grímuna með tilþrifum í gær..Sumir, meira segja ég, hafði leyft mér að láta það hvarfla að mér að kannski væri "nýjum" Framsóknarflokki treystandi..

Svo las ég þetta, málamiðlunartillögu flokksins:

"Náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign má ekki selja eða láta varanlega af hendi
til einstaklinga eða lögaðila. Þó má veita þeim heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum
auðlindum og réttindum gegn gjaldi, að því tilskildu að hún sé tímabundin eða henni megi
breyta með hæfilegum fyrirvara eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slík heimild nýtur
verndar sem óbein eignarréttindi."

Því næst las ég þetta, kafla í "afstöðu LÍÚ til skýrslu Auðlindanefndar" frá 2000, sömu skýrslu og Framsóknarflokkurinn sækir innblástur sinn í:

"4.5. Aflaheimildir verði strax skilgreindar sem óbein eignarréttindi og sem slíklar framseljanlegar og veðhæfar eins og kemur fram í skýrslu auðlindanefndar."

 Í umsögn LÍÚ um frumvarp til stjórnskipunarlaga stendur:

“Samtökin telja enga þörf á því að náttúruauðlindir verði lýstar “þjóðareign” með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá þar sem ríkið hefur allar nauðsynnlegar valdheimildir til að kveða á um vernd og nýtingu náttúruauðlinda í krafti fullveldisréttar síns.”

 

Og jafnframt:

“Það er óumdeilt að aflaheimildir njóta verndar eignaréttarákvæðis 72. greinar stjórnarskrárinnar sem atvinnuréttindi, sbr. 1. gr. 1. Viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu. Handhafar aflaheimilda hafa haft ótímabundin afnot af aflaheimildum samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða og lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands.”

Þetta kemur svo sem engum á óvart...

 

Í álitsgerð sem LÍÚ lét LEX lögmannsstofu gera fyrir sig varðandi sömu Stjórnskipunarlög stendur:

“Rökstutt hefur verið að staða þeirra aðila sem hafa í dag yfir aflaheimildum að ráða sé ekki fyllilega skýr þegar litið er til texta frumvarpsákvæðisins og skýringa í greinargerð með frumvarpinu. Skýringar í greinargerð benda til að ekki sé ætlunin að hrófla við óbeinum eignaréttindum sem þegar hafa stofnast. Hins vegar er ekki kveðið á um slíkt í frumvarpstextanum eða í bráðabirgðaákvæði, en rétt hefði verið að gera það til að eyða allri óvissu. Þannig er stjórnskipuleg vernd aflaheimilda, sem hefur verið úthlutað, ekki staðfest með óyggjandi hætti í frumvarpinu enda þótt vissulega sé gefið í skyn að slík vernd sé til staðar. Með hliðsjón af þessu er ekki unnt að útiloka að frumvarpsákvæðið verði talið skjóta stoðum undir einhvers konar innköllun þegar úthlutaðra aflaheimilda.”

 

Þar höfum við það...Stjórnskipuleg vernd þegar úthlutaðra aflaheimila er ekki staðfest með óyggjandi hætti í Auðlindarákvæði Stjórnlagaráðs og því ekki hægt að útiloka innköllun aflaheimilda..

Já..Framsókn er að hugsa um að hámarka hag þjóðarinn eins og Formaðurinn komst að orði fyrr í dag..


mbl.is Líkti Framsóknarflokknum við flugeld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Thelma Birna Róbertsdóttir

Höfundur

Thelma Birna Róbertsdóttir
Thelma Birna Róbertsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband