Nýja Ísland andvana fætt

Fyrir rúmum fjórum árum síðan stóð ég á Austurvelli og barði gat á trommuna mína sem ég hafði barið án afláts í nokkra daga..Ég hætti ekki fyrr en að hersing lögreglumanna stormaði út úr Alþingishúsinu og inn á miðjan Austurvöll til að skjóta táragasi yfir hóp fólks sem hafði ekki minnstan grun um þær riskingar sem áttu sér stað hinum meginn við löggjafarsamkunduna..Ekki það að ég hafi hætt að berja trommuna út af táragasinu sem ég hljóp undan..Ég hefði haldið áfram..Ríkisstjórnin bara sagði af sér..

Það var nefnilega ein af kröfunum á þeim tíma..hinar voru Seðlabankastjórann burt og ný stjórnarskrá...Við ætluðum nefnilega að stofna NÝTT ÍSLAND!!

Framsóknarflokkurinn varði minnihlutastjórn Samfylkingar og VG gegn því að minnihlutastjórnin uppfyllti það sem kom fram í eftirfarandi tilkynningu :

"Strax verði ráðist í aðgerðir til að koma til móts við skuldsett heimili í landinu og bæta rekstrarskilyrði íslensks atvinnulífs. Í því felist meðal annars að mörkuð verði stefna í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Jafnframt verði komið á stjórnlagaþingi sem semji nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins"

Það er því ekkert skrýtið að maður hafi verið bjartsýnn í ársbyrjun 2009..

En fólk man það sem það vill muna..

Vorið 2009 reyndu Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og VG að koma í geng breytingum á Stjórnarskrá...Breytingarnar voru eftirfarandi:

1. Auðlindarákvæði

2, Breytingar á Stjórnarskrá það sem 25% þeirra á kjörskrá þurfti til að staðfesta breytingu

3. Þjóðaratkvæðisgreiðslur með sama hlutfall fylgjandi og að ofan.

4. Skipun Stjórnlagaþings..

Vorið 2009  urðu þessar tillögur að engu enda lögðust Sjálfstæðismenn í marathon málþóf sem þeir fengu að stunda allt fram að kosningum..

Engu að síður var maður bjartsýnn eftir kosningarnar 2009 að komið væri til valda fólk sem myndi standa undir þeim væntingum að þora að breyta því sem þurfti að breyta. Í kjölfarið kom svo Þjóðfundur, Stjórnlagaráð og loks þjóðaratkvæðagreiðsla um niðurstöðu þeirrar vinnu. 

Nýja Ísland var teymt áfram á asnaeyrunum.

Svo komum við að sirkusnum sem er búinn að vera í gangi við Austurvöll undanfarnar vikur..

Samningaviðræður í lokuðum herbergjum um það hvernig eigi að koma í veg fyrir margra vikna málþóf flokka sem draga eigið Auðlindarákvæði beint upp úr skýrslu Davíðs og Halldórs frá 2000, auðlindarákvæði með óbeinum eignarrétti sem LÍÚ vill fyrir alla muni skjalfesta..

Ríkisstjórnin virðist að meira að segja hafa meiri áhyggjur af því að skapa slæmt fordæmi með því að takmarka ræðutíma minnihlutans á Alþingi heldur en að hundsa þjóðaratkvæðagreiðslu sem hún sjálf boðaði til...Í lýðræðissamfélagi kallast hundsun þjóðaratkvæðis, valdarán..

Hvar erum við svo  í dag?

1. Ekkert Auðlindaákvæði

2. Breyting á stjórnarskrá þar sem þarf 2/3 þingmenn og 40% stuðning kosningabærra manna.

3.Engar þjóðaratkvæðagreiðslur.

Ég horfði á atkvæðagreiðlsuna í kvöld og ég uppgötvaði þar sem ég sat með tárin í augunum eftir að niðurstaða var fengin, að ég er tíu sinnum svekktari árið 2013 en ég var bjartsýn árið 2009.

Þetta var verra en ekkert..

 

 

 

 


mbl.is Breyting á stjórnarskrá samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn og LÍÚ í sömu sæng...ennþá..

Já..flokkurinn sem forðum daga var uppnefndur Framasóknarflokkurinn felldi grímuna með tilþrifum í gær..Sumir, meira segja ég, hafði leyft mér að láta það hvarfla að mér að kannski væri "nýjum" Framsóknarflokki treystandi..

Svo las ég þetta, málamiðlunartillögu flokksins:

"Náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign má ekki selja eða láta varanlega af hendi
til einstaklinga eða lögaðila. Þó má veita þeim heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum
auðlindum og réttindum gegn gjaldi, að því tilskildu að hún sé tímabundin eða henni megi
breyta með hæfilegum fyrirvara eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slík heimild nýtur
verndar sem óbein eignarréttindi."

Því næst las ég þetta, kafla í "afstöðu LÍÚ til skýrslu Auðlindanefndar" frá 2000, sömu skýrslu og Framsóknarflokkurinn sækir innblástur sinn í:

"4.5. Aflaheimildir verði strax skilgreindar sem óbein eignarréttindi og sem slíklar framseljanlegar og veðhæfar eins og kemur fram í skýrslu auðlindanefndar."

 Í umsögn LÍÚ um frumvarp til stjórnskipunarlaga stendur:

“Samtökin telja enga þörf á því að náttúruauðlindir verði lýstar “þjóðareign” með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá þar sem ríkið hefur allar nauðsynnlegar valdheimildir til að kveða á um vernd og nýtingu náttúruauðlinda í krafti fullveldisréttar síns.”

 

Og jafnframt:

“Það er óumdeilt að aflaheimildir njóta verndar eignaréttarákvæðis 72. greinar stjórnarskrárinnar sem atvinnuréttindi, sbr. 1. gr. 1. Viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu. Handhafar aflaheimilda hafa haft ótímabundin afnot af aflaheimildum samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða og lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands.”

Þetta kemur svo sem engum á óvart...

 

Í álitsgerð sem LÍÚ lét LEX lögmannsstofu gera fyrir sig varðandi sömu Stjórnskipunarlög stendur:

“Rökstutt hefur verið að staða þeirra aðila sem hafa í dag yfir aflaheimildum að ráða sé ekki fyllilega skýr þegar litið er til texta frumvarpsákvæðisins og skýringa í greinargerð með frumvarpinu. Skýringar í greinargerð benda til að ekki sé ætlunin að hrófla við óbeinum eignaréttindum sem þegar hafa stofnast. Hins vegar er ekki kveðið á um slíkt í frumvarpstextanum eða í bráðabirgðaákvæði, en rétt hefði verið að gera það til að eyða allri óvissu. Þannig er stjórnskipuleg vernd aflaheimilda, sem hefur verið úthlutað, ekki staðfest með óyggjandi hætti í frumvarpinu enda þótt vissulega sé gefið í skyn að slík vernd sé til staðar. Með hliðsjón af þessu er ekki unnt að útiloka að frumvarpsákvæðið verði talið skjóta stoðum undir einhvers konar innköllun þegar úthlutaðra aflaheimilda.”

 

Þar höfum við það...Stjórnskipuleg vernd þegar úthlutaðra aflaheimila er ekki staðfest með óyggjandi hætti í Auðlindarákvæði Stjórnlagaráðs og því ekki hægt að útiloka innköllun aflaheimilda..

Já..Framsókn er að hugsa um að hámarka hag þjóðarinn eins og Formaðurinn komst að orði fyrr í dag..


mbl.is Líkti Framsóknarflokknum við flugeld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sigla í opnum bát yfir Atlantshaf..

Það hefur lengi verið viðhorf íslenskrar þjóðar, í það minnsta á mínu æviskeiði, að Íslendingar séu afkomendur fólks sem flutti búferlum frá Noregi fyrir um 1100 árum síðan, ýmist vegna annars vegar afbrota eða hins vegar þrjósku þessara einstaklinga varðandi það að borga skatta. Við eigum sem sagt að vera undankomin ógæfufólki og skattasvikurum...En hvers vegna er þetta sú söguskýring sem gengur manna á milli? Það má Guð..eða Óðinn vita  að við erum látin lesa okkar Íslendingasögur hérna heima á Íslandi, en hvað situr eftir? Greinilega ekki mikið, allavega ekki hvað varðar Noreg. Skoðum aðeins hvað þær hafa að segja um raunverulega ástæðu þess að fólk i Noregi árið 870 ákvað að sigla í opnum bátum yfir Atlantshafið.

˝Haraldur konungur setti þann rétt, allt þar er hann vann ríki undir sig, að hann eignaðist óðul öll og lét alla búendur gjalda sér landskyldir, bæði ríka og óríka.˝ ( Heimskringla)

˝Haraldur konungur var mjög gjörhugall, þá er hann hafði eignast þau fylki, er nýkomin voru í vald hans, um lenda menn og ríka búendur og alla þá, er honum var grunur á, að nokkurrar uppreistar var af von, þá lét hann hvern gera annað hvort, að gerast hans þjónustumenn eða fara af landi á brott, en að þriðja kosti sæta afarkostum eða láta lífið, en sumir voru hamlaðir að höndum eða fótum. Haraldur konungur eignaðist í hverju fylki óðul öll og allt land, byggt og óbyggt, og jafnvel sjóinn og vötnin, og skyldu allir búendur vera hans leiglendingar, svo þeir, er á mörkina ortu, og saltkarlarnir og allir veiðimenn, bæði á sjó og landi, þá voru allir þeir honum lýðskyldir.

En af þessari áþján flýðu margir menn af landi á brott, og byggðust þá margar auðnir víða, bæði austur í Jamtaland og Helsingjaland og Vesturlönd, Suðureyjar, Dyflinnar skíði, Írland, Norðmandí á Vallandi, Katanes á Skotlandi, Orkneyjar og Hjaltland, Færeyjar. Og í þann tíma fannst Ísland. ˝ (Egils saga)

Þessar lýsingar eiga lítið skilt við sögusagnir um ógæfumenn og skattasvikara. Þarna er á ferðinni uppreisn gegn skipulögðu arðráni og kúgun.  Það sem setur þessa þjóðögn um ólýð jafnvel ennþá meira út af laginu er hvað þessi svokölluðu skítseiði Noregs gerðu eftir að hafa numið land.

Á þessum tíma sem Alþingi er stofnað árið 930, er Ísland eina landið í Evrópu sem ekki hafði konung.

Hvers vegna?

Það hefði verið í lófa lagið fyrir Íslendinga þessa tíma að skipa konung yfir Íslandi, það voru jú allir aðrir í Evrópu með kóng og því varla annað tækt en að fylgja straumnum og hafa einn slíkan. En það varð ekki raunin..Fólkið sem hingað kom vegna arðráns og kúgunar, ákvað að hér skyldi vera þing svipað því sem þekktist í Noregi fyrir tíð konungs. Ég er ekki að reyna að ýta undir einhverskonar þjóðernisrembu með þessum fornsögulegu tilvísunum mínum , né er ég að reyna að halda því fram að Íslendingar séu á nokkurn hátt yfir aðra hafnir. Það sem ég er að reyna að segja er að  í grundvallaratriðum gekk stofnun Alþingis út á frelsi frá einræði.

Staðreyndin er sú að það eru ekki margar þjóðir í þessum heimi okkar sem hafa orðið til með jafn skjótum hætti og við. Flestar hafa myndast hægt og rólega gegnum tímann, nema kannski Bandaríkin, yngsta þjóð í heimi. Þar í Ameríku má enn í dag skynja arfleið stofnenda þeirra í hugsunarhætti þjóðarinnar. Frelsi fullkomnlega án afskipta ríkisvaldsins. Við getum svo sem rökrætt um skynsemi þessarar amerísku stefnu, en það er ekki það sem málið snýst um. Með því að benda á arfleið þessara bandarísku ˝forfeðra˝, og því að þeirra hugsun lifi enn meðal þjóðarinnar, vil ég meina að arfleið okkar eigin forfeðra , stýri okkur enn. Frelsi frá einræði.

En hvert er ég að fara með þessa fornaldarfræði inn í nútímann?

Sjáiði til, frá örófi alda og þótt ég fari ekki lengra aftur en miðaldir, þá hefur almenningur verið skipulagt arðrændur, fyrst af konungum, svo á myrkustu miðöldum af bæði konungum og kirkju. Lýðurinn reyndar náði að losa sig við konungana eftir frönsku byltinguna og kirkjuna í gegnum vísindi. En hvað situr eftir? Bankar og fjármagnseigendur. Arðræningjar dagsins í dag.

Frá lýðveldisstofnun hefur spilling á Íslandi nánast verið einkamál tveggja flokka, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þessir flokkar hafa allt frá 1944 stundað slíka bitlunga- og sjálftökupólitík  er finnst í allmörgum nýfrjálsum Afríkuríkjum.  Í þess líkum þjóðfélögum þar sem stjórnmálamenn bera hag einkavina ofar þjóðarhagsmunum, getur augljóslega aldrei verið stöðuleiki, þá skiptir litlu hvort gjaldmiðillinn heiti króna eða evra.

Árið er 2001 og krónan er sett á flot. Þá hentum við okkur út í heimskapitalisma Milton Friedman. Þá var í bígerð að einkavæða bankana( með láni frá hvorum öðrum til að kaupa hvorn annan)en jæja.... Núna mynduðust nýjir hópar af fjármagnseigendum. Það þurfti blindan mann og þjóð til að sjá ekki út á hvað stríð Baugsfeðga og gamla kolkrabbans gekk út á...............Bláa höndin!...............Baugsfeðgar voru hvorki betri né verri en gamla hagsmunaklíkan, þeir voru bara ekki í sama liði.

Síðan hrundi allt!

Fólkið, Íslendingar, reis upp og mótmælti. Krafan var ný pólitík þar sem fólk en ekki fjármagn var í fyrrirúmi. Okkar varð vilji varðandi nýjar kosningar og fyrirheitin voru Skjaldborg um heimilin og ný stjórnarskrá. Með fyrstu embættisverkum Steingríms J var að skipa flokksbróðir sinn Svavar Gests til að leysa alvarlegustu alþjóðlegu deilu Íslandssögunnar , Icesave. Þetta var gömul bitlungapólitík..sú nýja sem fólka var að kalla eftir hefði falið í sér að hóa í sérfræðing í milliríkjasamningum. Þetta ˝nýja˝ sem við kusum yfir okkur reyndist því miður alveg jafn gamalt og gamla draslið... Síðan eru liðin 4 ár..Skjaldbogin er gagnvart öllum þeim sem mögulega gætu tapað á skuldaleiðréttingu almennings..Afskriftir ganga nánast eingöngu til þeirra sem skulduðu trilljónir en geta samt ennþá átt skrilljón króna bíla(mér leið alla vega þannig á minni 1995 Nissan Micru við hliðina á ofurskutlubí l Jóns Ásgeirs)..Það er ekki búið að breyta kvótakerfinu og enn er ekki búið að drusla í gegn stjórnarskránni...Nennir einhver að rétta upp rafrænni hendi ef henni/honum dettur eitthvað í hug sem þessari ríkisstjórn hefur tekist..

Ég var svo vongóð fyrir fjórum árum að núna loksins væri komið fólk í brúnna sem hefði hagsmuni almennings að leiðarljósi...Ef ég ætti hatt myndi ég éta hann...En það var alt étið hrátt  upp eftir AGS..hagsmunahundum fjármagnsins...og ekki ein einasta bitastæð tillaga frá flokkum fólksins til að breyta fjármálakerfinu sem kom okkur á hausinn...nei þau ná víst ekki að hugsa lengra en það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fundið upp þetta óskapnaðarhjól sem er nútímahagfæðiþvælan..Vandamálið er ekki Flokkurinn..heldur hagfræðin...Þetta kallast að sjá ekki skóginn fyrir trjánum.

Hver er svo staðan í dag?

Sjálfstæðisflokkurinn er að dansa á mörkum þess að vera einhverskonar öfgaflokkur, VG er afsakið bara rugludallar..Framsókn..er opinn í alla enda, Björt Framtíð er og hefur alltaf verið froða án nokkurrar stefnu nema ˝bleiki fíllinn sem er krónan˝, Samfylking....úff..hún er föst í  skuggalegum ESB átrúnaði sem er ekki beint traustvekjandi þar sem ESB er að rembast við að viðhalda öllu því sem við verðum að losna við..Nefnilega Þjóknun stjórnmálamanna við fjármagnseigendur. Hvurs lags eiginlega almannaþjónustu þykist ESB vera að veita að setja eins árslauna  þak á bónusgreiðslur bankamanna á meðan almenningur fær ekki einu sinni vinnu? Það er því miður búið að kaupa alla stjórnmálastéttina..líka í EBS.. Aumingja Samfylkingin virðist bara ekki skilja að það er gagnstætt þjóðareðli Íslendingsins að gefa frá sér svona stóran hluta fullveldisins...Við gerðum það einu sinni..árið  1262 og fórum úr því að skrifa bækur í það að éta þær..

Elsku Íslendingar..

Hérna er það sem er mikilvægast fyrir okkur, fólkið...

1.       Það verður að breyta fjármálakerfinu...Peningaframleiðsla til Seðlabankans. Einungis þannig er hægt að eiga við verðbólguna, sem er hinn raunverulegi skaðvaldur, ekki krónan eða verðtrygging(sem er leið amatöra til að þurfa ekki að hugsa um ja..efnahagsstjórn og þ.a.l verðbólgu)

2.       Ný stjórnarskrá....Ég veit að fólk finnur ekki fyrir nýrri stjórnarskrá þegar það verslar í Bónus eða Krónunni...en þetta er engu að síður eitt brýnasta mál þjóðarinnar að fá í gegn..Það er nefnilega þannig að með núverandi stjórnarskrá er allt í góðu að forsætisráðherra láti ráða frænda eða besta vininn þvert á hæfnismat í æðsta embætti Íslands.... Hæstarétt..Til þess að koma í veg fyrir að nokkur sú spilling sem hér hefur viðengist undanfarin 60 ár og að það semh ér gerðist árið 2008 endurtaki sig ..þá þurfum við til ný grundvallarlög..nýja stjórnarskrá.. Með lögum skal land byggja..

 

Íslendingar....ég ætla ekki að segja ykkur hvað þið eigið að kjósa...Það eina sem ég hef að segja er: farið eftir brjóstvitinu rétt eins og í Icesave ( þar sem réttlætiskennd stýrði atkvæði) og áttið ykkur á því að eina leiðin til breytinga er að búa yfir því sem við höfðum forðum...kjarknum sem þarf til að sigla í opnum bát yfir Atlantshafið..


Um bloggið

Thelma Birna Róbertsdóttir

Höfundur

Thelma Birna Róbertsdóttir
Thelma Birna Róbertsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband